Þjónusta
Verkstjórn & reynsla
Láttu okkur um að stýra verkinu með metnað að leiðarljósi. Hafðu samband og segðu okkur hvaða verkefni þú ert að leggja upp í. Við aðstoðum þig frá upphafi. Í nýbyggingum skiptir verkstjórn og reynsla höfuðmáli og það má aldreislaka á kröfum um vönduð vinnubrögð. Við hjá Kjarnabyggð höfum byggt íbúðablokkir jafnt sem sérbýli fyrir almennan markað og félagasamtök.
Byggingastjórn
Hægt er að leita til okkar með fyrirspurnir um verkframkvæmdir. Kjarnabyggð tekur að sér byggingastjórn á stærri verkefnum þar sem margir iðnmeistarar koma að hver með sínum hætti.
Oft er það hagkvæmari kostur fyrir verkkaupa að leita til okkar með stjórnun verks þegar margir aðilar koma að byggingarþættinum.
Epoxy-gólf
Sjálfútleggjandi epoxygólf frá Kjarnabyggð ehf.
Epoxyefnin sem við notum eru frá Mapei, níðsterk og endingargóð. Henta vel á bílskúra, þvottahús, iðnaðarhúsnæði og fleira
Þakviðgerðir
Tökum að okkur alhliða þakviðgerðir á húsum.
Fáðu tilboð hjá okkur í þakviðgerðir og viðhald á þínu húsi
Gluggar og hurðir
Við bjóðum glugga og hurðir fyrir þitt húsnæði. Viltu tvöfalt gler eða jafnvel þrefalt gler?
Timburglugga og hurðir eða tré/ál glugga og hurðir?
Við höfum metnað og reynslu fyrir þínu húsnæði.
Sérsmíðuð íslensk hús
Vönduð heilsárshús, hönnuð og smíðuð frá grunni á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður eftir þínu höfði, afhent fullbúin með palli.
Við leggjum mikið upp úr því að eiga gott samstarf með okkar viðskiptavinum og skila af okkur vönduðu verki.
Vinnubúðir
Tilbúin einingarhús sem nýtast einkar vel sem vinnubúðir fyrir stærri framkvæmdir. Hverjar eru þarfir þíns verkafólks? Húsnæðin geta komið með tilbúinni kaffiaðstöðu, fataklefum, sturtum og öllu öðru sem þú þarfnast. Við stillum upp einingum í sameiningu.
Steinsteyptir dregarar - undirstöður undir hús
Góðir og vandaðir dregarar skipta sköpum í nýbyggingum.
Dregarar frá Kjarnabyggð ehf. fara vel undir sumarhús, palla og fleira.
Hagkvæm, traust og fljótleg lausn.